Fyrrum stjarna bönnuð frá golfvelli eftir að hafa dottið í það – DV

0
8

Jimmy Bullard fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er bannaður á golfvellinum Sunningdale eftir að hafa fengið sér í glas þegar hann spilaði golf.

Bullard sem er frábær kylfingur var meðlimur í Sunningdale klúbbnum sem er ansi flottur klúbbur.

Það kostar tæpar 17 milljónir að komast inn í klúbbinn og svo borga meðlimir 1,5 milljón á ári í ársgjald.

„Ég er bannaður þarna, ég má ekki koma þangað aftur,“ segir Bullard um stöðu mála.

„Ég fékk mér nokkra drykki, ég setti Peroni flöskuna á fyrsta teig og sló kúluna af henni. Það er auðvitað ekki gott að gera það, ég biðst afsökunar.“

Bullard vonast til að fá að komast aftur inn í Sunningdale.

„Ef það eru einhverjir Sunningdale meðlimir sem sjá þetta, ég biðst afsökunar og vil gjarnan koma aftur.“