8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Fyrrum stjarna Liverpool kemur rasísku ummælunum til varnar – „Hann kann nú varla nöfn þeirra allra“

Skyldulesning

John Barnes fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur á ESPN kemur Sebastian Coltecsu fjórða dómara í leik PSG gegn Istanbul Başakşehir til varnar eftir að hann var ásakaður um rasísk ummæli.

Atvikið kom upp þegar dómari leiksins ætlaði að spjalda aðstoðarþjálfara Istanbul Başakşehir. Hann gleymdi hins vegar hver þeirra það var og leitaði því til fjórða dómarans. Heimildir herma að fjórði dómarinn hafði svarað: „þessi svarti gaur“ (e. The Black One).

Leikmenn beggja liða gengu af vellinum í mótmælaskyni og var leikurinn spilaður daginn eftir og endaði með 5-1 sigri PSG. John Barnes sem að gerði garðinn frægan með Liverpool og Watford í ensku deildinni skildi lítið í hegðun leikmannanna og kom fjórða dómaranum til varnar.

„Hvernig annars á hann að benda dómaranum á þann umtalaða þar sem hann kann nú varla nöfn þeirra allra, af hverju má svartur maður ekki vera skilgreindur sem svartur maður,“ segir John Barnes á Twitter aðgangi sínum.

Demba Ba sem að var minna en sáttur með fjórða dómara leiksins eftir að hann lét ummælin falla fær ekki stuðning Barnes sem að segir að engin önnur leið sé fyrir aðstoðardómarann að lýsa aðstoðarþjálfara Istanbul Başakşehir.

Sebastian Coltecsu fjórði dómarinn umdeildi kom fram í dag og afsakaði ummæli sín og sagði að rasismi hafi aldrei verið meiningin.

Rannsókn er hafin á málinu hjá Uefa þar sem að rasismi er einn af þeim meginmálum sem að þeir berjast gegn.

Here is the coaching staff at istanbul… 1 of them is going to be sent off and the ref asks the 4th official which one should he send off… can anyone tell me how he should identify him as he doesnt know their names, and they arent wearing numbers, other than THE BLACK ONE? pic.twitter.com/ebLO2MlYNI

— John Barnes (@officialbarnesy) December 9, 2020

Innlendar Fréttir