4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Fyrrverandi stjarna Manchester United ákærð fyrir ofbeldi gegn tveimur konum

Skyldulesning

Ryan Giggs, goðsögn Manchester United og stjóri velska landsliðsins, hefur verið ákærður fyrir að líkamlegt ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri auk árásar á konu á tvítugsaldri. Bæði atvikin tengjast atviki sem átti sér stað þann 1. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í færslu sem Dan Roam, íþróttablaðamaður BBC birti á Twitter-síðu sinni í dag.

Þar kemur einnig fram að Giggs sé laus úr fangelsi gegn tryggingu og að hann muni koma fram fyrir dómstóla í næstu viku, þann 28. apríl í Manchester borg.

Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Giggs muni ekki stýra landsliðinu á Evrópumótinu í sumar vegna þessa.

Ryan Giggs charged with causing actual bodily harm to a woman in her 30s and common assault of a woman in her 20s.

Both counts relate to an incident on the evening of 1 Nov 2020. He has been bailed & is due to appear at Manchester and Salford Magistrates’ Court on 28 April

— Dan Roan (@danroan) April 23, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir