4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Fyrrverandi stjarna með tvær fyrrverandi í takinu – Vita ekki af hvori annarri

Skyldulesning

Adriano, fyrrum knattspyrnustjarna og leikmaður Inter Milan á Ítalíu, er sagður vera byrjaður að hitta fyrrverandi kærustur sínar aftur. Það væri kannski ekki til frásögu færandi nema hvað hann er sagður vera að hitta þær báðar í einu.

Þetta kemur fram í götublöðum á meginlandinu en heimildarmenn segja að Adriano, sem er 39 ára gamall, hafi sést með báðum konunum á lúxus hóteli sem hann dvelur nú á. Adriano flutti inn á hótelið með bikarana sína sem hann vann á ferlinum. Hótelið sem um ræðir er afar fínt en það er í Rio de Janeiro. Adriano er á svokallaðri forsetasvítu hótelsins.

Fyrrum unnusta kappans, Victoria Moreira, hefur sést á svítunni með Adriano en Micaela Mesquita, fyrrum kærasta hans hefur einnig heimsótt hann á hótelið. Adriano er sagður borga rúmlega 10 þúsund pund á mánuði fyrir svítuna eða tæpar 2 milljónir í íslenskum krónum.

Samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu hefur Adriano verið að hitta báðar konurnar undanfarna þrjá mánuði en þó bara á hótelinu, ekki í almenningi. Þá er einnig sagt að Adriano sjái til þess að Micaela heimsækji hann einungis þegar Victoria er heima hjá sér, 5 og hálfum tíma frá hótelinu. Samkvæmt heimildum fjölmiðla hið ytra vita konurnar ekki af hvor annarri, það er að segja að Adriano sé að hitta þær báðar á sama tíma.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir