Fyrsta að­staðan sem er sér­stak­lega byggð fyrir kvenna­lið – Vísir

0
141

Fyrsta að­staðan sem er sér­stak­lega byggð fyrir kvenna­lið Las Vegas Aces, ríkjandi meistarar WNBA deildarinnar í körfubolta, hafa opinberað nýja æfinga- og keppnisaðstöðu liðsins. Er þetta í fyrsta sinn sem aðstaða er sérstaklega byggð fyrir og í kringum lið í WNBA deildinni.

Það verður ekki annað sagt en aðstaðan sé hin glæsilegasta. Ekki er þekkt að lið í WNBA deildinni séu með aðstöðu sem þessa. Það virðist þó sem tímarnir séu að breytast og nú hefur þegar verið ákveðið að lengja tímabilið í WNBA deildinni sem og að fjölga leikjum í úrslitakeppninni. Það þýðir meiri peningur í kassann og hver veit, mögulega verða fleiri lið með aðstöðu sem þessa eftir nokkur ár.

Inside the Las Vegas Aces historic new headquarters:

Two full courts
Locker room
Team shop
Weight room
Cold & Hot Plunge Pools
HydroWorx
Infrared Sauna
Cryo Chamber
Nutrition Bar
Film Room pic.twitter.com/bsjb4nG2DZ

— Front Office Sports (@FOS) April 29, 2023 Aðstaðan í nýju húsi Las Vegas Aces ein og sér ætti að gera liðið líklegra til að verja titil sinn en liðið lagði Connecticut Sun 3-1 í úrslitum á síðustu leiktíð. Becky Hammon, þjálfari liðsins, hefur síðan verið orðuð við aðalþjálfara starf Toronto Raptors í NBA deildinni.

Hvað aðstöðu Aces varðar þá er þar allt til alls. Til að mynda:

Tveir vellir í fullri stærð Glæsilegir búningsklefar Lyftingasalur Kaldar og heitar laugar Infa rauð sauna Kæliklefi Næringarstöð Kvikmyndaherbergi Búð sem selur varning tengdan félaginu Hér að neðan má sjá myndband af svæðinu en það verður að viðurkennast að það er einkar glæsilegt.