5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Fyrsta gasskipið með vörur til Íslands

Skyldulesning

Kvitnos gengur fyrir fljótandi jarðgasi

Kvitnos gengur fyrir fljótandi jarðgasi

Ljósmynd/Aðsend

Skipið Kvitnos kom til Íslands 1. apríl og varð um leið það fyrsta sinnar tegundar til að sigla með vörur til og frá landinu. Skipið er svokallað LNG-skip og gengur fyrir fljótandi jarðgasi.

Samskip búa yfir tveimur skipum af þessari gerð og ber hitt skipið nafnið Kvitbjørn. Skipin urðu hluti af flota félagsins þegar það festi kaup á Nor Lines árið 2017.

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Samskipa, segir að töluverður umhverfisávinningur fylgi fljótandi jarðgasi og bendir á að við notkun þessa orkugjafa fari ekkert köfnunarefnisoxíð út í andrúmsloftið, auk þess sem losun brennisteinsdíoxíðs sé lágmarkað og losun koltvísýrings 70% minni á hvert flutt tonn borið saman við vöruflutningabifreiðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir