7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Fyrsta konan til að dæma karlaleik í Meistaradeild Evrópu

Skyldulesning

Franski dómarinn, Stephanie Frappart, verður fyrsta konan til þess að dæma karlaleik í Meistaradeild Evrópu þegar hún dæmir leik Juventus og Dynamo Kyiv í riðlakeppni deildarinnar á miðvikudaginn.

Stephanie er reyndur dómari en hún hefur verið dómari í frönsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 og var einnig fyrsta konan til þess að dæma úrslitaleik UEFA Super Cup þegar Liverpool og Chelsea mættust í keppninni árið 2019. Þá dæmdi hún einnig úrslitleikinn á Heimsmeistaramóti kvenna árið 2019.

Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar enska liðið Leicester City tók á móti Zorya Luhansk

Aðstoðardómarar Stephanie á miðvikudaginn verða Hicham Zakrani og Mehdi Rahmouni.

🆕The referee who took charge of the #FIFAWWC final in 2019 has broken new ground

🇫🇷Stephanie Frappart will become the first woman to referee a men’s @ChampionsLeague game when she oversees @juventusfc🆚@DynamoKyiv on Wednesday.

Get in there, Stephanie!👏 pic.twitter.com/qOZ6eLtoNh

— FIFA Women’s World Cup (@FIFAWWC) November 30, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir