9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Fyrsti hluti Suðurnesjalínu lagður

Skyldulesning

Ný háspennulína verður lögð samhliða núverandi Suðurnesjalínu. Hún tengir Suðurnes …

Ný háspennulína verður lögð samhliða núverandi Suðurnesjalínu. Hún tengir Suðurnes við meginflutningskerfi landsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Framkvæmdir eru hafnar á vegum Landsnets við Reykjaneslínu 1 sem mun auka afhendingaröryggi innan Suðurnesja vegna betri tenginga við virkjanirnar sem þar eru. Í raun er Reykjaneslína hluti af framkvæmdum við Suðurnesjalínu þótt tengingin við höfuðborgarsvæðið sé í biðstöðu vegna deilna um framkvæmdaleyfi.

Reykjaneslína 1 er í landi Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Hún er 3,8 kílómetrar að lengd og liggur frá nýju tengivirki á Njarðvíkurheiði og að tengivirkinu á Rauðamel. Bæði sveitarfélögin hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.

Suðurnesjalína 2 tengist inn á nýja tengivirkið á Njarðvíkurheiði, þegar þar að kemur. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að í upphafi hafi ætlunin verið að leggja Reykjaneslínu um leið og Suðurnesjalínu 2 enda sé þetta eitt og sama verkefnið. En þar sem ekki séu öll framkvæmdaleyfi komin í höfn hafi verið ákveðið að hefja þessa framkvæmd.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir