6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Fyrsti sigurinn undir stjórn Rooney kom gegn Jóni Daða og félögum

Skyldulesning

Fótbolti


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Wayne Rooney á hliðarlínunni.
Wayne Rooney á hliðarlínunni.
vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hóf leik á varamannabekk Millwall þegar liðið fékk lærisveina Wayne Rooney í Derby County í heimsókn í ensku B-deildinni í dag.

Jason Knight gerði eina mark leiksins á 69.mínútu en skömmu síðar var Jóni Daða skipt inná í liði Millwall.

Honum tókst ekki að hjálpa sínu liði að jafna leikinn og vann Derby þar með sinn fyrsta sigur síðan Rooney tók tímabundið við liðinu. Derby lyfti sér jafnframt upp úr neðsta sæti deildarinnar.

Sheffield Wednesday fær sér sæti á botninum eftir að hafa tapað á dramatískan hátt fyrir botnliði Norwich í dag en Sheffield leiddi leikinn þar til á 82.mínútu.

Innlendar Fréttir