3 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Fyrstu smitin í álfunni frá upp­hafi far­aldursins

Skyldulesning

Suðurskautslandið getur ekki lengur státað af því að vera eina heimsálfan sem hefur verið laus við kórónuveiruna. 36 menn frá Chile, sem staðsettir eru á Suðurskautslandinu, greindust með kórónuveiruna í gær.

Smitin komu upp á rannsóknar- og herstöðinni Bernardo O’Higgins Riquelme, ein þeirra þrettán stöðva sem að Chile-menn reka í álfunni.

Í frétt ABC segir að umferð fólks til Suðurskautslandsins hafi verið takmörkuð í heimsfaraldrinum. 

Þannig sendu Ástralir um 250 vísindamenn til stöðvanna Davis, Mawson og Casey og til Macquarieeyjar, en það er einungis um helmingur af því sem hefur verið síðustu ár. 

Voru Ástralirnir í einangun í tvær vikur í borginni Hobart og sendir þrívegis í sýnatöku áður en þeir fengu heimild til að halda til Suðurskautslandsins.

Innlendar Fréttir