Gæsahúðar myndband frá Langaskíri í kvöld – Þúsundir risu á fætur þegar íslenskur siður var brúkaður – DV

0
129

Jóhann Berg Guðmundsson er elskaður og dáður af stuðningsmönnum Burnley og það sást í kvöld þegar þúsundir stuðningsmanna Burnley tóku víkingaklappið.

Jóhann Guðmundsson var að venju í byrjunarliði Burnley þegar liðið tryggði sér sigur í Championship deildinni á Englandi í kvöld. Burnley heimsótti þá Blackburn í orustu um Langaskíri.

Nokkuð er síðan að Burnley tryggði sér farmiða upp í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð.

Með sigri á Blackurn í kvöld tryggði Burnley sér hins vegar efsta sætið endanlega en allt stefnir í að Sheffield United fylgi liðinu upp um deild.

Jóhann Berg spilaði tæpan klukkutíma í kvöld en Manuel Benson skoraði eina mark leiksins fyrir Burnley.

Sigurinn var afar sætur fyrir stuðningsmenn Burnley en Blackburn eru erkifjendur félagsins, að tryggja sér sigur í deildinni á Ewood Park var því afar sætt fyrir félagið.

Enski boltinn á 433 er í boði