4 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Gæti leikið fyrsta landsleikinn gegn Íslandi

Skyldulesning

Jude Bellingham í leik með Dortmund.

Jude Bellingham í leik með Dortmund.

AFP

Hinn 17 ára gamli Jude Bellingham hefur verið kallaður inn í enska landsliðið í knattspyrnu í staðinn fyrir James Ward-Prowse sem er meiddur.

Bellingham, sem fór til Dortmund frá Birmingham fyrir tímabilið, átti að vera í U21 árs landsliði Englendinga en var færður upp í aðalliðið vegna meiðslanna.

Miðjumaðurinn hefur spilað tíu leiki með Dortmund og skorað í þeim eitt mark. Hann gæti leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi en England leikur vináttuleik við Írland á fimmtudag, Þjóðadeildaleik við Belgíu á sunnudag og loks við Ísland í Þjóðadeildinni á miðvikudag í næstu viku.

Innlendar Fréttir