5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Gæti misst af leiknum gegn Arsenal

Skyldulesning

Harry Kane er að glíma við meiðsli.

Harry Kane er að glíma við meiðsli.

AFP

Harry Kane, framherji enska knattspyrnufélagsins Tottenham, er að glíma við meiðsli og æfði ekki með liðinu í morgun en þetta staðfesti José Mourinho, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í hádeginu.

Tottenham mætir Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn kemur en Mourinho staðfesti að Kane muni issa af leik Tottenham gegn LASK í Evrópudeildinni á morgun.

„Kane er að glíma við meiðsli en ég ætla ekki að fara nákvæmlega út í það hvers eðlis meiðslin eru,“ sagði Mourinho.

„Hann verður ekki með á morgun en ég vonast til þess að hann verði klár í slaginn gegn Arsenal.

Ég er ekki að reyna fegra þetta eitthvað, ég er bjartsýnn á að hann spili, og þangað til annað kemur í ljós stefnum við á að hann verði í byrjunarliðinu,“ bætti Mourinho við.

Tottenham er með 21 stig í efsta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og Liverpool, en betri marktölu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir