6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Gæti orðið „sprenging“ í fjölda smita

Skyldulesning

Thor Aspelund.

Thor Aspelund.

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þegar smitstuðullinn er kominn upp fyrir einn þá getur orðið sprenging,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Vísar hann þar til nýs spálíkans háskólans, en smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5. Stuðull yfir 1 er talinn geta komið af stað bylgju.

Að sögn Thors hefur smitstuðullinn verið á uppleið marga daga í röð. „Þetta er erfitt þegar fólk er að smita sín á milli,“ segir hann og bætir við að slíkt geti endað með bylgju. „Þetta gæti endað bara í annarri bylgju af svipaðri stærð.“

Þegar verst lét voru rétt um 100 smit á dag. Aðspurður segir Thor að tveir möguleikar séu í boði. Annars vegar verði fólk að huga betur að sóttvörnum og ná faraldrinum niður eða þá að faraldurinn fari á flug. 

„Það eru þessir tveir möguleikar í boði. Ef við komum öllu í bakkgír þá er alveg hægt að ná þessu fyrir jól. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka bylgju ef þetta heldur svona áfram. Þetta er bara þannig.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir