0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Gætu forðast sóttkví með „veiruvottorði“

Skyldulesning

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli vegna kórónuveirufaraldursins.

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Erlendir ferðamenn gætu lagt fram vottorð um að þeir hafi náð sér af Covid-19 og þannig verið undanþegnir sóttkví við komuna til landsins. Vottorð sem sýnir jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófi þess efnis að veikindin séu afstaðin megi þó ekki vera eldra en tveggja vikna.

Þetta kemur fram í minnisblaði starfshóps sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði í haust og greint er frá á vef Vísis.

Í hópnum eru fulltrúar frá heilbrigðis-, dóms- og utanríkisráðuneyti auk embættis ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis. 

Hópnum var falið að leggja mat á gagnkvæma viðurkenningu vottorða um kórónuveirusmit.

Hópurinn telur enn fremur að neikvæðar niðurstöður úr sýnatöku verði tekin gild á landamærum. Slík niðurstaða mætti ekki vera eldri en þriggja sólarhringa. 

Innlendar Fréttir