Gætu hafa fundið elstu sönnunina um árekstur loftsteins við jörðina – DV

0
97

Jarðfræðingar hafa fundið það sem gæti verið elsta sönnunin um árekstur loftsteins við jörðina. Þetta eru örlitlar leifar af bráðnuðum steinum sem rigndi yfir jörðina fyrir 3.48 milljörðum ára. Þessar leifar, þekktar sem loftsteinsdropar, gætu hafa myndast þegar loftsteinn skall til jarðar og þeytti bráðnuðum steinum upp í loft. Steinarnir kólnuðu síðan og hörnuðu í litlum bútum sem grófust síðan niður í jarðveginn.

Vísindamenn kynntu þessa niðurstöðu á Lunar and Planetary Science ráðstefnunni í Texas í mars.

Þeir sögðust hafa grafið loftsteinsdropana upp í Pilbara Craton í Western Australia. Fram að þessu hefur elsta sönnunin um árekstur loftsteins verið 3.47 milljarða ára gamlir loftsteinsdropar sem fundust einnig í Pilabara Craton.