1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Gætu hreinlega farið í þrot

Skyldulesning

Sýning í Tjarnarbíói. Tekjufallsstyrkirnir og viðspyrnustyrkirnir ná ekki tillítilla leikhúsa …

Sýning í Tjarnarbíói. Tekjufallsstyrkirnir og viðspyrnustyrkirnir ná ekki tillítilla leikhúsa og atvinnuhópa í sviðslistum að mati forsvarsmanna þeirra.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sálfstæðir leikhópar og lítil sjálfstæð leikhús sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni eru öll í sárum vanda vegna samkomutakmarkana og tekjufalls.

Aðgerðapakkar stjórnvalda hafa lítið gagnast þessum félögum og hópum, útlitið á næsta ári er svart og óvíst er hvort þau geta haldið starfseminni áfram. Þetta kemur fram í umsögnum við stjórnarfrumvarpið um viðspyrnustyrki, sem kynntar eru í Morgunblaðinu í dag.

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (SL) segir að lítil leikhús og atvinnuhópar í sviðslistum séu útilokuð frá því að sækja þann stuðning sem boðaður er í frumvarpinu. „Verði ekki gerð breyting þar á er hætt við að aðilar á borð við Tjarnarbíó, Gaflaraleikhúsið, Leikhópinn Lottu, Frystiklefann á Rifi og Kómedíuleikhúsið fari hreinlega í þrot,“ segir í umsögn SL.

Innlendar Fréttir