8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Gaf fyrrverandi kærustunni sinni 100 rauðar rósir – „Hann er mjög rómantískur“

Skyldulesning

Brasilíska fyrirsætan Dayane Mello opnaði sig á dögunum um ástarlífið hjá sér og fyrrverandi kærastanum sínum, knattspyrnumanninum Mario Balotelli. Dayane sagði frá ástarlífinu í ítölsku útgáfunni af Big Brother þáttunum. „Þegar ég kom til Ítalíu þá var ég afar ung, ég hélt ég væri ástfangin,“ segir Dayane meðal annars um sambandið.

„Ég vildi ekki vera í sambandi og við hættum saman. Hann fór til Manchester og ég fór til Ítalíu,“ segir hún en Balotelli fór til Englands til að spila með Manchester City.

Dayane segir að þau hafi haldið sambandinu áfram sem vinir og að þau hafi jafnvel hist eftir að hún hætti með barnsföður sínum. „Öll árin síðan við hættum saman höfum við hist, sem vinir. Við töluðum bara saman, ekkert gerðist.“

Dayane segir að Balotelli hafi verið henni mjög einstakur. „Ég elskaði hann svo mikið og ég held ég elski hann ennþá,“ sagði Dayane og á þá við að hún elski hann sem vin.

Í þættinum var einnig bróðir Balotelli, Enock, en Dayane sagði honum frá því þegar Balotelli gaf henni 100 rósir. „Hefur Balotelli gert eitthvað fallegt fyrir mig? Hann fór með mig á veitingastað þar sem við vorum ein. Það var borð í miðjunni á staðnum, bara fyrir okkur tvö.“

Dayane segir að þetta hafi gerst eftir að þau höfðu hist þrisvar eða fjórum sinnum áður. „Ég fann rósirnar í bílnum þegar við vorum búin á veitingastaðnum. Hann er mjög rómantískur.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir