Gaf þjónustustúlku eina og hálfa milljón í þjórfé – DV

0
100

Arijanet Muric, markvörður Burnley, gaf þjónustustúlku um eina og hálfa milljón í þjórfé á skemmtanalífinu á dögunum.

Hinn 24 ára gamli Muric var staddur í Munchen ásamt félögum sínum.

Þarna hafði Burnley þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, en liðið er að valta yfir ensku B-deildina. Þar er Muric lykilmaður.

Muric eyddi alls yfir fimm milljónum á skemmtistaðnum í Munchen, áður en hann gaf þjónustustúlkunni Chantal eina og hálfa milljón í þjórfé.

Upphæðinni deildi Chantal með öllu samstarfsfólki sínu, auk þess að kaupa sér hund.

„Hann var frábær gestur og mjög þægilegur. Hann skapaði gott andrúmsloft,“ sagði Chantal um Muric.

Muric gekk í raðir Burnley frá Manchester City síðasta sumar á 2,5 milljónir punda.