10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Gaf upp nafn bróður síns við lögreglu

Skyldulesning

Maðurinn gaf upp nafn bróður síns við lögreglu.

Karlmaður var á mánudag dæmdur til 12 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar auk þess að vera sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekuð lagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Fram kemur í dómsorði að maðurinn var dæmdur til refsingar í fimm liðum ákærunnar. Var hún þó upphaflega samsett af á öðrum tug ákæruliða og játaði hann skýlaust hluta þeirra.

Var m.a. hann sakfelldur fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, vopnalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum. 

Fram kemur í niðurstöðu dómsins að lögregla hafi alloft haft afskipti af manninum. Meðal annars hafi hann ítrekað verið stöðvaður án ökuréttinda auk þess að  vera undir áhrifum lyfja og áfengis við akstur. 

Neitaði því að hafa flúið 

Í einum ákæruliða er maðurinn sagður hafa verið stöðvaður á Reykjanesbraut. Grunur lék á áfengisneyslu mannsins og var hann færður í lögreglubíl. Í framhaldinu færði lögreglumaður bifreið mannsins þar sem hún setti umferð í hættu. Notaði maðurinn þá tækifærið, renndi niður bílrúðu, opnaði lögreglubifreiðina og hljóp á brott. Lögreglumenn hlupu þó manninn uppi. Hann neitaði fyrir dómi að hafa reynt flótta en var þó sakfelldur eftir vitnisburð lögreglu.

Lögreglu hljóti að hafa misheyrst

Í öðrum ákærulið er manninum gefið að sök að hafa gefið upp nafn bróður síns þegar hann var stöðvaður af lögreglu við akstur. Grunur vaknaði um að maðurinn væri undir áhrifum örvandi efna. Aðspurður gaf maðurinn upp nafn bróður síns. Í skýrslu fyrir dómi sagði hinn ákærði að lögreglumaðurinn sem spurði hann um nafn hljóti að hafa misheyrst og neitaði að því að hafa gefið upp nafn og kennitölu bróður síns í umrætt sinn.

Lögreglumaður sem kallaður var fyrir dóm hélt hins vegar öðru fram auk þess sem maðurinn er sagður í skýrslu lögreglu hafa viðurkennt að hafa gefið upp nafn bróður síns þegar á lögreglustöðina var komið. Þótti vitnisburður lögreglu trúverðugur. Var maðurinn sakfelldur fyrir rangar sakagiftir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir