Um borð þessa veiðiferðina er baadermaður af gamla skólanum. Hann er að leysa af og rifja upp gamla takta en þetta er hann Davíð sem er starfandi VMK maður á uppsjávarskipinu Hákoni EA. Það vill svo skemmtilega til að hann hefur séð þetta allt áður, var lengi baadermaður á Sigurbjörginni frá Ólafsfirði áður en hann munstraði sig á uppsjávarflotann.

„Það er alltaf gaman að rifja upp gömlu vinnubrögðin“ segir Dabbi og endasentist í að skipta um hnífa. Hún er að verða svolítið þreytuleg þessi flökunarvél, en merkilega góð samt og skilar sínu…. ennþá.

„Vonandi fær hún aldrei frið í túrnum!“ sagði Dabbi að lokum og glotti …