4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Gandálfur bólusettur gegn Covid-19

Skyldulesning

Erlent

McKellen var alsæll með bólusetninguna.
McKellen var alsæll með bólusetninguna.
NHS London

Stórleikarinn Ian Mckellen hefur verið bólusettur við Covid-19 og segist alsæll með það. McKellen, sem er 81 árs, var bólusettur á Queen Mary’s University Hospital í Lundúnum.

„Allir sem hafa lifað jafn lengi og ég eru á lífi af því að þeir hafa áður verið bólusettir,“ sagði leikarinn við tækifærið.

McKellen sagði um að ræða „sérstakan dag“ að fá hina „sársaukalausu“ og „hentugu“ bólusetningarsprautu.

Heilbrigðisstarfsmenn, íbúar dvalarheimila og eldra fólk er fremst í forgangsröðinni í Bretlandi þegar kemur að bólusetningum gegn Covid-19.

McKellen, og aðrir sem hafa fengið fyrsta skammt, fá annan eftir 21 dag.

I feel very lucky to have had the vaccine. I would have no hesitation in recommending it to anyone. https://t.co/gBLRR0OeJc

— Ian McKellen (@IanMcKellen) December 17, 2020Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir