-1 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Gary N­evil­le um Man. United: Frammi­staðan á köflum hefur verið hræði­leg

Skyldulesning

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og nú spekingur hjá Sky Sports, skilur lítið í því að uppeldisfélag hans sé í öðru sæti deildarinnar.

Man. United er eftir 6-2 sigurinn á Leeds í gær fimm stigum frá toppliði Liverpool en United hefur leikið einum leik minna.

Hægri bakvörðurinn skilur þó lítið í því hvers vegna United er í öðru sætinu þar sem hann, á köflum, hefur ekki verið af spilamennskunni.

„Það var mikilvægt fyrir Man. United að minnka bilið. Það var enginn sem trúði því að þeir yrðu svona nálægt þessu,“ sagði Neville, í sínu eigin hlaðvarpi.

„Manni líður ekki eins og Manchester United hafi spilað þannig. Það hefur verið rætt um stjórann, að falla úr Meistaradeildinni var stórt vandamál og frammistaðan á köflum hefur verið hræðileg.“

‘The performances have been horrible’: Gary Neville SAVAGES Manchester United as he says they STILL can’t challenge for the Premier League title https://t.co/10l95041cB

— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020

„Þú horfir á þá og hugsar ekki að þarna sé lið sem er tilbúið að berjast um titilinn. Ég hef þá tilfinningu að þeir munu ekki berjast um titilinn.“

„En þetta kemur á óvart. Þetta er furðulegt því þú hugsaðir fyrir nokkrum vikum að þetta gætu orðið erfitt tímabil um jólin en núna lítur þetta aðeins betur út.“

„Þeir eru í mjög góðu formi. Þeir eru að skora mörk, eru að koma til baka og spiluðu vel í dag [í fyrradag]. Það er stór leikur gegn Leicester á jóladag.“

„En þegar þú horfir á töfluna þá geta minnkað forskot Liverpool í tvö stig. Ef þú hefðir sagt að svona yrði staðan og jólin að koma, þá hefði enginn trúað þér.“

Innlendar Fréttir