8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

GDRN treður upp á bingókvöldi mbl.is

Skyldulesning

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, mun sjá um tónlistina á bingókvöldi mbl.is í kvöld. Leikar hefjast klukkan 19 og mun Siggi Gunnars stýra kvöldinu venju samkvæmt.

Með honum í liði verður Eva Ruza sem sér um að kynna vinningana, sem verða ekki af verri endanum.

„Ég er fáránlega spenntur fyrir þessu. Þetta verður ekkert smá skemmtilegt. Við ætlum að halda áfram með myndaleikinn sem við vorum með á síðasta kvöldi. Ég held ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið,“ segir Siggi. Hlé þurfti að gera á bingókvöldinu í síðustu viku þegar Siggi sá myndina sem bar sigur úr býtum en leikurinn fól í sér að þátttakendur breyttu myndum af Sigga og merktu með myllumerkinu #mblbingo.

„Ætli það sé hægt að prenta þetta út? Ég þarf að hafa þetta í stofunni heima hjá mér?“ sagði Siggi meðal annars um vinningsmyndina. Auk myndaleiksins mun Siggi skora á Evu í léttri áskorun.

Innlendar Fréttir