Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt – DV

0
123

Líf getur hugsanlega þrifist á „tortímandasvæðum“, sem eru svæðin á milli birtu- og myrkurhliða pláneta sem eru í læstri stöðu gagnvart stjörnunum sínum. Þetta má útskýra með því að ef jörðin væri í þessari stöðu þá myndi sama hliðin alltaf snúa að sólinni. Helmingur jarðarinnar væri því alltaf baðaður í sól en á hinum væri alltaf myrkur.

En fyrir lífverur, sem eru kannski til í öðrum sólkerfum, þá gætu aðstæður sem þessar verið hið daglega líf og þær þrífast bara ágætlega.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í The Astrophysical Journal, segja stjörnurfræðingar að líf geti þrifst á svokölluðum „tortímandasvæðum“.

Plánetur af þessu tagi, sem snúa alltaf sömu hliðinni að stjörnunni sinni, eru mjög algengar í alheiminum.

Með því að nota reiknilíkön sýndu vísindamennirnir fram á að þessi „tortímandasvæði“ geti náð yfir töluvert stór landsvæði og þar geti verið vatn og þar með hugsanlega líf.