-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Gekk skrefinu lengri með prumpu­glimmer-sprengju þriðja árið í röð

Skyldulesning

Fyrir tveimur og hálfu ári varð verkfræðingurinn Mark Rober mjög reiður þegar þjófar stálu pakka frá heimili hans. Lögreglan sagðist ekkert geta gert þó hann væri með upptöku af parinu sem stal af honum.

Því ákvað hann að leggja gildru fyrir þjófana en fyrst þurfti hann að hanna og búa slíka gildru til. Þar kom ferill Rober sér vel, því hann vann hjá NASA og hannaði búnað sem er um borð í Curiosity, vélmenni NASA á Mars.

Rober hefur sömuleiðis hannað ýmislegt annað og hefur getið sér gott orð á Youtube, þar sem hann deildi myndbandi af þróun gildrunnar á sínum tíma og því þegar þjófar féll í gildruna.

Hann útbjó kassa með hreyfiskynjara, símum til að taka upp myndbönd, glimmersprengju og prumpuspreyi. Prumpuspreyinu var ætlað að tryggja að þjófarnir hentu kassanum svo Rober gæti sótt hann aftur, því auðvitað var einnig staðsetningartæki í honum. Pakkinn spreyjar prumpulykt með nokkurra sekúndna millibili.

Á síðasta ári gerði hann þetta öðru sinni og fékk þá innblástur frá sjálfum Macaulay Culkin og úr Home Alone kvikmyndunum sem hann fór með aðalhlutverkið í.

Nú var svo komið að þriðja myndbandinu í þessari seríu og alltaf nær Rober að bæta sig. Að þessu sinni gekk hann skrefinu lengra og varð útkoman heldur betur stórkostleg eins og sjá má hér að neðan.

Innlendar Fréttir