1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Genoa tapaði sínum fyrsta leik síðan í janúar

Skyldulesning

Eftir að hafa ekki tapað í síðustu átta leikjum, þar sem sjö enduðu með jafntefli, þá töpuðu Albert Guðmundsson og félagar í Genoa fyrir Hellas Verona í kvöld. Albert var í byrjunarliði Genoa en var tekinn af velli í hálfleik.

Albert gekk í raðir Genoa í janúar og á að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það hefur gengið ágætlega að hala inn stig þó liðið hefði eflaust verið til í fleiri sigra eftir sjö jafntefli í röð. Fyrsti sigurinn kom svo 18. mars áður en farið var í landsleikjahlé.

Liðið byrjar ekki lokakafla deildarinnar byrlega en Genoa tapaði 1-0 á útivelli fyrir Verona í kvöld. Albert spilaði fyrri hálfleikinn og nældi sér í gult spjald undir lok hans.

Giovanni Simeone, sonur Diego – þjálfara Atlético Madríd, var enn á ný á skotskónum fyrir Verona en hann skoraði eina mark leiksins strax á fimmtu mínútu.

Lokatölur 1-0 Verona í vil og Genoa því áfram í 19. sæti með 22 stig, þremur stigum frá öruggum sæti.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir