1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Georgina segir að Ronaldo eldi hvorki né skipti um ljósaperu – ,,Hann á skilið að koma heim í heitan mat“

Skyldulesning

Georgina Rodriguez, eiginkona Cristiano Ronaldo, segir að knattspyrnustjarnan sé undanskilinn nær öllum heimilisstörfum.

Georgina segir til að mynda að Ronaldo eldi ekki, skipti ekki um ljósaperur eða sinni öðrum heimilisverkum. Að hennar sögn er hún þó meira en til í að sinna heimilisstörfunum.

,,Það er ómögulegt að skipta um ljósaperu í húsinu okkar því það er svo hátt til lofts. Myndir þú skipta um ljósaperu í meira en sex metra hæð ef þú værir Cristiano Ronaldo?“ sagði Georgina.

Hún hélt áfram. ,,Hann þarf að sjá um sjálfan sig svo hann geti verið upp á sitt besta, ég sé um rest. Ég sé til þess að allt sé í lagi. Ég vil sjá um heimili mitt og fjölskylduna.“

Sem fyrr segir þá eldar Ronaldo ekki heldur. ,,Eftir að hafa æft allan morguninn þá á hann skilið að koma heim í heitan mat sem er gerður af ást og umhyggju,“ sagði Georgina.

Cristiano Ronaldo

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir