1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Georginio Wijnaldum með tvö í sigri Hollendinga í Þjóðadeildinni

Skyldulesning

Sjö leikjum var að ljúka í Þjóðadeildinni.

Í A-deild riðli 1 tók Holland á móti Bosníu og Hersegóvínu. Hollendingar sigruðu leikinn með þremur mörkum gegn einu. Mörk Hollendingar skoruðu Georginio Wijnaldum (2) og Memphis Depay. Smail Prevljak skoraði mark Bosníu og Hersegóvínu.

Hollendingar eru efstir með átta stig og Bosnía og Hersegóvína neðstir með tvö stig.

Í B-deild riðli 3 tók Tyrkland á móti Rússlandi. Tyrkir sigruðu með þremur mörkum gegn tveimur. Rússar léku manni færri meiri hluta leiksins eftir að Andrey Semenov fékk rautt spjald á 24. mínútu. Mörk Tyrkja skoruðu Kenan Karaman, Cengiz Ünder og Cenk Tosun. Þeir Denis Cheryshev og Daler Kuzyaev skoruðu mörk Rússa.

Rússar eru efstir í riðlinum með átta stig og Tyrkir eru í þriðja sæti með sex stig.

Í B-deild riðli 4 tók Búlgaría á móti Finnlandi og Wales tók á móti Írlandi. Finnland sigraði Búlgaríu með tveimur mörkum gegn einu. Mörk Finna skoruðu Teemu Pukki og Robin Lod. Dimitar Iliev skoraði mark Búlgara.

Wales sigraði Írland 1-0. David Brooks skoraði eina mark leiksins.

Wales er á toppi riðilsins með 13 stig, Finnland í öðru sæti með 12 stig, Írland í þriðja sæti með tvö stig og Búlgaría á botninum með eitt stig.

Í C-deild riðli 2 tók Georgía á móti Armeníu. Armenía sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Mörk Armeníu skoruðu Gevorg Ghazaryan og Sargis Adamyan. Valeri Qazaishvili skoraði mark Georgíu úr vítaspyrnu.

Armenía er í öðru sæti riðilsins með átta stig og Georgía er í því þriðja með sex stig.

Í C-deild riðli 4 tók Hvíta Rússland á móti Litháen og Albanía tók á móti Kasakstan. Hvíta Rússland sigraði Litháen 2-0 Mörkin skoruðu þeir Evgeni Yablonski og Max Ebong.

Albanía sigraði Kasakstan 3-1. Mörk Albana skoruðu Sokol Cikalleshi, Ardian Ismajli og Rey Manaj. Mark Kasakstan skoraði Abat Aimbetov.

Hvíta Rússland er á toppi riðilsins með 10 stig, Albanía er í öðru sæti með átta stig, Litháen er í þriðja sæti með fimm stig og Kasakstan er á botninum með fjögur stig.

A-deild riðill 1

Holland 3 – 1 Bosnía og Hersegóvína


1-0 Georginio Wijnaldum (6‘)


2-0 Georginio Wijnaldum (14‘)


3-0 Memphis Depay (55‘)


3-1 Smail Prevljak (63‘)

B-deild riðill 3

Tyrkland 3 – 2 Rússland


0-1 Denis Cheryshev (11‘)


1-1 Kenan Karaman (27‘)


2-1 Cengiz Ünder (32‘)


3-1 Cenk Tosun (52‘)(Víti)


3-2 Daler Kuzyaev (57‘)


Rautt spjald: Andrey Semenov, Rússland (24‘)

B-deild riðill 4

Búlgaría 1 – 2 Finnland


0-1 Teemu Pukki (7’)


0-2 Robin Lod (45+1’)


0-2 Galin Ivanov (60’)(Misnotað víti)


1-2 Dimitar Iliev (68’)(Víti)

Wales 1 – 0 Írland


1-0 David Brooks (67‘)

C-deild riðill 2

Georgía 1 – 2 Armenía


0-1 Gevorg Ghazaryan (33‘)


1-1 Valeri Qazaishvili (65‘)(Víti)


1-2 Sargis Adamyan (86‘)

C-deild riðill 4

Hvíta Rússland 2 – 0 Litháen


1-0 Evgeni Yablonski (5‘)


2-0 Max Ebong (20‘)

Albanía 3 – 1 Kasakstan


1-0 Sokol Cikalleshi (16‘)


2-0 Ardian Ismajli (23‘)


2-1 Abat Aimbetov (24‘)


3-1 Rey Manaj (61‘)(Víti)

Innlendar Fréttir