8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Gérard Houllier fallinn frá

Skyldulesning

Gérard Houllier, Frakkinn sem var m.a. knattspyrnustjóri ensku liðanna Liverpool og Aston Villa, og landsliðsþjálfari Frakklands, er látinn, 73 ára að aldri.

Houllier var þjálfari og knattspyrnustjóri í 38 ár og vann m.a. fjóra titla á sex árum sem knattspyrnustjóri Liverpool frá 1998 til 2004. 

Hann vakti fyrst athygli þegar hann stýrði Lens í Frakklandi á árunum 1982 til 1985. Hann var í framhaldi af því við stjórnvölinn hjá París SG í þrjú ár, var aðstoðarþjálfari franska landsliðsins 1988 til 1992 og aðalþjálfari þess 1992-93, en var eftir það með yngri landslið Frakka til 1997.

Houllier tók við Liverpool 1998 en hætti með liðið í maí árið 2004. Árið eftir tók hann við Lyon í Frakklandi og var þar í tvö ár. Houllier gerðist knattspyrnustjóri Aston Villa 2010 en varð að hætta störfum af heilsufarsástæðum áður en tímabiliðnu 2010-11 lauk.

Houllier vann franska meistaratitilinn með París SG 1986 og með Lyon 2006 og 2007. Með Liverpool vann hann UEFA-bikarinn, enska bikarinn og deildabikarinn árið 2001 og deildabikarinn aftur 2003. Hann hefur verið aðlaður fyrir störf sín fyrir enskan fótbolta og fengið æðstu heiðursgráður í Frakklandi vegna aðkomu að fótboltanum í heimalandi sínu.

Frá 2012 hefur Houllier starfað hjá Red Bull orkudrykkjaframleiðandanum sem þróunarstjóri knattspyrnuliðanna sem eru í eigu fyrirtækisins en það eru RB Leipzig í Þýskalandi, Salzburg í Austurríki og New York Red Bulls í Bandaríkjunum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir