1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Gerard Moreno tryggði Villarreal stig á móti Real Madrid

Skyldulesning

Villarreal tók á móti Real Madrid í spænsku deildinni í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Mariano Díaz skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Real Madrid á annarri mínútu leiksins.

Á 76. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Gerard Moreno fór á punktinn og skoraði. Þar með tryggði hann Villarreal eitt stig.

Villarreal situr í öðru sæti deildarinnar með 19 stig. Real Madrid er í fjórða sæti með 17 stig.

Fyrr í dag gerðu Levante og Elche einnig 1-1 jafntefli. Elche er í sjöunda sæti með 12 stig og Levante er í 17. sæti með sjö stig.

Villarreal 1 – 1 Real Madrid


0-1 Mariano Díaz (2′)


1-1 Gerard Moreno (76′)

Levante 1 – 1 Elche


1-0 Melero (12′)


1-1 Jose Morente (64′)

Innlendar Fréttir