1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Gerðu atlögu að lúxus kerru Griezmann – „Berðu virðingu fyrir Messi“

Skyldulesning

„Ég er orðinn þreyttur á því að vera alltaf stærsta vandamál félagsins,“ sagði Lionel Messi þegar hann kom til Barcelona í fyrradag. Ástæðan eru ummæli frá aðila tengdum Antoine Griezmann.

Stuðningsmenn Barcelona eru ekki sáttir með að Griezmann og aðilar tengdir honum geri lítið úr Messi. Þegar Griezmann yfirgaf æfingasvæði félagisns í gert var fjöldi stuðningsmanna fyrir utan.

Þeir gerðu atlögu að bíl þessa franska sóknarmanns og öskruðu á hann að bera virðingu fyrir Messi.

Griezmann sagði frá því á síðasta ári að hann ætti í vandræðum með að tengjast Messi og að samskipti þeirra á milli væru varla til staðar.

Frændi hans steig svo fram í vikunni og sagði að æfingar Barcelona snérust aðeins um það að láta Messi líta vel út. Griezmann hefur ekkert getað eftir að félagið keypti hann á rúmar 100 milljónir evra.

Atlöguna að bílnum hans má sjá hér að neðan.

😡 „𝗔 𝗠𝗘𝗦𝗦𝗜 𝗦𝗘 𝗟𝗘 𝗥𝗘𝗦𝗣𝗘𝗧𝗔“ 😡

💣 Aficionados del @FCBarcelona_es INCREPAN a GRIEZMANN a la salida de la Ciudad Deportiva pic.twitter.com/sXjANVLZbt

— GOL ⚽️ (@Gol) November 19, 2020

Innlendar Fréttir