gerdu-stolpagrin-ad-erikifjendunum-a-heimasidu-felagsins-–-,,thetta-var-birt-fyrir-slysni“

Gerðu stólpagrín að erikifjendunum á heimasíðu félagsins – ,,Þetta var birt fyrir slysni“

Netverjar tóku eftir nokkru skondnu á opinberri heimasíðu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í dag. Þar gerði félagið stólpagrín að erkifjendum sínum í Norður-Lundúnum, Tottenham.

Í svokallaðri ,,körfu“ á heimasíðu Arsenal geta notendur séð yfirlit yfir þann varning sem þeir hafa valið að versla sér. Í dag tóku netverjar eftir því að ef karfan var tóm stóð: ,,Karfan þín er eins tóm og bikaraskápurinn hjá Tottenham.“

Þarna gerir Arsenal grín að titlaleysi Tottenham síðustu áratugi. Félagið vann síðast titil árið 2008, deildabikarinn. Þá eru 31 ár síðan Tottenham vann enska bikarinn og 61 ár frá því að Englandsmeistaratitill rataði í hús.

Arsenal hefur gefið út yfirlýsingu þar sem sagt er að brandarinn hafi ratað á síðuna fyrir slysni. ,,Þetta var birt fyrir slysni án þess að fara í gegnum viðeigandi síur og verður þetta fjarlægt eins fljótt og auðið er.“

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: