5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Gerir kröfur á 50 milljónir í laun á viku

Skyldulesning

Pini Zahavi umboðsmaður David Alaba er byrjaður að skoða hvaða kosti hann hefur fyrir umbjóðanda sinn næsta sumar. Alaba hefur hafnað samningstilboðum frá FC Bayern og ætlar að fara frítt næsta sumar.

Alaba hefur spilað tæpa 400 deildarleiki fyrir Bayern en launakröfur hans eru slíkar að félagið treystir sér ekki til að ganga að þeim.

Alaba er 28 ára og Pini Zahavi umboðsmaður hans leitar að félagi sem er tilbúið að borga um 280 þúsund pund í laun á viku. Það gerir um 50 milljónir íslenskra króna.

Sagt er að Pini Zahavi muni fara í viðræður við Chelsea í janúar þegar Alaba hefur leyfi til að ræða við önnur félög. Bild segir frá.

Alaba getur leikið sem vinstri bakvörður, miðvörður og miðjumaður en hann hefur verið algjör lykilmaður hjá Bayern um langt skeið.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir