3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Get ekki hagað mér eins og Klopp á hliðarlínunni

Skyldulesning

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var ósáttur með að fá ekki þrjú stig á Anfield þegar Tottenham heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Tottenham fékk nokkur dauðafæri til þess að skora sigurmark leiksins í stöðunni 1:1 en að lokum var það Roberto Firminio sem skoraði sigurmark Liverpool með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma.

 „Við vorum eins nálægt því að vinna leikinn og hugsast getur,“ sagði Mourinho í samtali við fjölmiðla eftir leik.

„Við fengum færin og miðað við dauðafærin sem við klikkuðum á hefðu jafntefli verið slæm úrslit fyrir okkur. Þú getur því rétt ímyndað þér hvernig mér líður með að tapa leiknum.

Þetta var frábær frammistaða hjá mínu liði þótt við höfum vissulega gert mistök sem kostuðu okkur en við getum lagað þau. Ég er sáttur með mitt lið eftir leikinn.

Ég sagði Klopp að betra liðið hefði tapað en hann var ósammála mér og hann á rétt á sinni skoðun.

Ef ég myndi haga mér eins og hann hagar sér á hliðarlínunni þá yrði ég rekinn upp í stúku á núll einni,“ bætti Mourinho við.

Innlendar Fréttir