5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Geta bólusett tvo forgangshópa

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 11.12.2020
| 19:20

Bólusetningar hefjast um leið og efninu hefur verið dreift til …

Bólusetningar hefjast um leið og efninu hefur verið dreift til heilsugæslustöðva og stofnana og fyrsta sendingin dugar fyrir fyrstu tvo forgangshópana.

AFP

Ekki er ljóst hvenær fyrstu skammtar bóluefnis við kórónuveirunni frá Pfizer berist til landsins en líklegt að það verði um áramót. Bólusetningar hefjast um leið og efninu hefur verið dreift til heilsugæslustöðva og stofnana og fyrsta sendingin dugar fyrir fyrstu tvo forgangshópana.

Þetta kemur fram í svari verkefnastjóra hjá embætti landlæknis við fyrirspurn mbl.is.

Íslensk heil­brigðis­yf­ir­völd hafa und­ir­ritað samn­ing við bólu­efna­fram­leiðand­ann Pfizer en 21.000 skammtar sem duga fyrir 10.600 manns koma um áramót. Samningurinn kveður alls á um 170.000 skammta til Íslands sem dug­ir fyr­ir 85.000 manns.

Í svari verkefnastjóra kemur fram að í fyrstu tveimur forgangshópunum eru um 10 þúsund manns og því dugar fyrsta sendingin fyrir þann hóp.

Ekki liggur fyrir hvenær frekari sendingar bóluefnis berast til landsins.

Innlendar Fréttir