2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Getur endað illa að hunsa „ósýnilegu stúlkurnar“

Skyldulesning

Þroskaþjálfinn og einhverfuráðgjafinn Laufey Gunnarsdóttir hefur áralanga reynslu af því að vinna með einhverfum og hefur sérhæft sig í einhverfu stúlkna og fullorðinna kvenna sem oft greinast síðar eða síður en drengir.

Hún vekur athygli á einkennum einhverfra stúlkna, sem oft eru minna áberandi en drengja, í Dagmálum, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins, og bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessar svokölluðu „ósýnilegu stúlkur“ að hunsa einkennin eins og oft er gert. Tók hún dæmi af stúlku sem kom í einhverfumat til hennar um tvítugt.

Endaði með tilraun til sjálfsvígs

„Það var vaknaður grunur um einhverfu þegar hún var á leikskóla en það er bara slegið af – tékkum á þessu þegar hún kemur í grunnskóla. Þá er hún að standa sig svo vel í einhverju ákveðnu að það er engin ástæða. Og svo gengur henni líka vel, af því er virðist, í framhaldsskóla.

En hennar líðan er hörmuleg og svo endar það í tilraun til sjálfsvígs. Af hverju hefði ekki verið réttlátast að einhverfan hennar væri skoðuð þegar hún var yngri?“ segir Laufey.

„Þarf að afdramatísera einhverfuna“

„Þetta er svona ósanngjarnt og einhvern veginn vona ég að svona verði ekki algengt en þetta er nokkuð algengt myndi ég segja. Það þarf líka svolítið að afdramatísera einhverfuna þannig að þetta sé ekki eitthvað tabú – og það er svolítið að gerast í dag.

Þátt­inn í heild sinni má finna hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir