Girona pakkaði Real Madrid saman – DV

0
97

Real Madrid hefur gefið hressilega eftir í La Liga og tapaði í kvöld á útivelli gegn Girona. Liðið hefur sett alla einbeitingu á Meistaradeild Evrópu.

Real Madrid er nú ellefu stigum á eftir toppliði Barcelona en liðið er með öruggt Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Real mætir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og virðist öll einbeiting nú vera á það einvígi.

Vini Jr og Lucas Vazquez skoruðu mörk Real Madrid í leiknum en leiknum lauk með 4-2 sigri Girona.