4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Giroud jafnaði Bergkamp

Skyldulesning

Oliver Giroud heldur áfram að standa sig vel í bláu treyjunni.

Oliver Giroud skoraði eitt marka Chelsea í 3-1 sigrinum á Leeds og er hann þar með kominn með 87 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir fernuna gegn Sevilla í vikunni var Giroud, sem hefur mest setið á bekknum það sem af er leiktíðinni, verðlaunað með byrjunarliðssæti og hann þakkaði traustið.

Giroud jafnaði metin á 27. mínútu eftir að Patrick Bamford kom Leeds yfir snemma leiks. Kurt Zouma og Christian Pulisic bættu við mörkum í síðari hálfleik og Chelsea er á toppnum.

Eftir mark sitt í gærkvöldi er Giroud kominn í 87 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur þar með jafnað kempur eins og Danny Bergkamp.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir