2 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Gísli hættur öllum trúnaðarstörfum

Skyldulesning

Gísli Hauksson.

Gísli Hauksson.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og annar stofnandi GAMMA Capital Management, er hættur trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 

Hann er, í Fréttablaðinu í morgun, sagður vera kærður fyrir hættulega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína. mbl.is hefur ekki fengið staðfest að kært hafi verið í málinu.

Gísli var þangað til í síðustu viku formaður fjárhagsráðs Sjálfstæðisflokksins og þar af leiðandi í miðstjórn hans. Formaður fjárhagsráðs á ekki sæti í framkvæmdastjórn flokksins samkvæmt skipulagslögum hans.

Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa og fyrrverandi formaður SFS tók við hlutverki Gísla innan flokksins á fundi á þriðjudaginn í síðustu viku. Ekki liggur fyrir hvort að hann óskaði sjálfur eftir lausn.

Innlendar Fréttir