1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Gísli Hauksson kærður fyrir lífshættulega árás á konu

Skyldulesning

Gísli Hauksson, annar stofnandi GAMMA Capital Management, hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir lífshættulega árás á fyrrverandi sambýliskonu sína. Þetta er sagt hafa átt sér stað í vor á heimili þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að Gísla sé gefið að sök að hafa tekið konuna kyrkingartaki og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Rannsókn málsins er sögð vera á frumstigi. Í málum sem þessum aflar lögreglan yfirleitt vottorða og annarra læknisfræðilegra sönnunargagna auk þess að taka skýrslur af málsaðilum og hugsanlegum vitnum.

Fréttablaðið segir að ekki hafi náðst í Gísla við vinnslu fréttarinnar. Fram kemur að Gísli hafi látið af störfum hjá GAMMA fyrir tveimur árum og hafi átt rúmlega 30% hlut í félaginu þegar Kvika banki keypti það fyrir 2,4 milljarða sumarið 2018. Fékk Gísli að sögn nokkur hundruð milljónir fyrir sinn eignarhluta. Hann er formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins, sem annast fjáröflun flokksins, og situr í framkvæmdastjórn flokksins.

Innlendar Fréttir