6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Gísli Marteinn spyr Áslaugu: „Er þetta í lagi?“ – Nokkur „læk“ vararíkissaksóknara vekja athygli

Skyldulesning

Það má deila um hversu mikla merkingu beri að leggja í þann verknað að setja „læk“ við færslu á Facebook, jafnvel ennfrekar ef „lækið“ er síðan fjarlægt. En sumir setja spurningamerki, jafnvel stórt spurningamerki við það þegar háttsettur embættismaður í dómskerfinu, þ.e. vararíkissaksóknari, tekur með þeim hætti afstöðu í umdeildum málum sem varða lög og rétt. Eða er hann að taka afstöðu? Hversu mikla merkingu ber að leggja í „læk“?

Undanfarið hefur Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari blandað sér með þessum hægláta hætti inn í umfjöllun um Þórhildi Gyðu Arnardóttur, konuna sem sakað hefur Kolbein Sigþórsson knattspyrnumann um ofbeldi. Eins og tíundað hefur verið í fréttum sakar Þórhildur Kolbein um að hafa ráðist á sig á skemmtistað fyrir fjórum árum. Sátt náðist í málinu þar sem Kolbeinn greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann er sakaður um að hafa ráðist á skaðabætur, auk þess sem hann lét fé af hendi rakna til Stígamóta.

Í umdeildri yfirlýsingu sem Kolbeinn hefur sent frá sér segist hann aldrei hafa viðurkennt að hafa beitt konurnar ofbeldi en gengst við því að hafa hagað sér illa umrætt kvöld.

Fyrir nokkrum dögum „lækaði“ Helgi Magnús færslu þar sem deilt er frétt um Þórhildi af nýjum fréttamiðli, fréttin.is, þar sem dregin er upp fremur neikvæð mynd af Þórhildi. Lækið er horfið. Stuttu síðar lækaði hann færslu eftir Gústaf Níelsson sem sjá má mynd af hér fyrir neðan:

Loks „lækaði“ Helgi svohljóðandi færslu Gústafs Níelssonar frá 31. ágúst:

„Ekki lætur öfgafemínisminn að sér hæða. Nú hrannast inn á borð mitt kvartanir frá Fésbók sjálfum, sem tilkynnir mér að ég sé einhvern veginn „against community standards“. Ekki veit ég neitt um það hvernig þessir „standardar“ eru fundnir.

Tjáningarfrelsið er mikilvægt og reyndar grunnstoð hins frjálsa, opna lýðræðislega réttarríkis, en Fésbókin lætur greinilega hafa sig að fífli og vælir fyrir hönd hálflasinn kvenna, sem hamast gegn tjáningarfrelsinu af afli. Ef boðið er upp í dans skal dansa, en láta ógert að klaga í „stóru mömmu“ á miðju ballinu.

Ómálefnalegar umkvartanir af þessu tagi eru eiginlega lyginni líkastar og stundum eru berin súr. Þannig er lífið. Myndi þó gjarnan vilja vita hverjir eru ritskoðaðar Fésbókar á Íslandi.

Veit það einhver?

Who´s next?“

Öll „lækin“ þrjú eru horfin.

Gísla Marteini ofboðið

Hinn þekkti aktívisti, Ólöf Tara, vekur athygli á þessum athöfnum vararíkissaksóknara á Twitter og Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, vekur athygli dómsmálaráðherra á málinu, er hann segir á Twitter:

„Hvað er í alvöru að?  @aslaugarna hvað segir þú sem manneskja með hjartað á réttum stað í þessum málum og æðsta manneskjan í dómskerfinu? Er þetta í lagi?“

Helgi útskýrir málið

DV náði sambandi við Helga sem sagði að það það væri engin meining á bak við eitt like. Hann sagði ennfremur: „Ég skildi kommentið þannig þegar ég líkaði það að það væri átt við að þær háu bætur sem Kolbeinn greiddi væru viðurkenning hans á sök. Svo áttaði ég mig á að líklega hefði ég misskilið meininguna svo ég kippti því út.“

Hvað er í alvöru að? @aslaugarna hvað segir þú sem manneskja með hjartað á réttum stað í þessum málum og æðsta manneskjan í dómskerfinu? Er þetta í lagi? https://t.co/nX69USuWTT

— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 3, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir