6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Gjaldþrot Guðna bakara – Aðeins milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Skiptastjóri þrotabús Guðna bakara ehf. hefur auglýst skiptalok búsins í lögbirtingablaðinu og er loka kafli félagsins þar með full skrifaður. Félagið var lýst gjaldþrota í ágúst í fyrra.

Samkvæmt auglýsingu skiptastjórans Steinunnar Erlu Kolbeinsdóttur, voru gerðar kröfur að fjárhæð 79.776.950 kr. í búið. Þar af voru veðkröfur 16,5 milljónir og forgangskröfur um 39 milljónir. Aðeins fékkst um 1,3 milljón upp í veðkröfur og eru nema því tapaðar kröfur kröfuhafa um 78,5 milljónum.

DV sagði frá gjaldþrotinu á sínum tíma, og sagði Jói Fel, eigandi Guðna bakara, af því tilefni að aðrir hafi séð um að reka bakaríið og það hafi verið alveg ótengt bakaríum Jóa Fel í bænum. „Bakaríið gekk ekki vegna of mikils kostnaðar og var ákveðið að skella í lás, þar sem það var ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri,“ bætti hann þá við.

Bakarískeðja Jóa Fel sem rekin var undir hans eigin nafni, Jói Fel, varð gjaldþrota fyrr á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir