0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Gjörningur til að gleðja og vekja athygli á sóttvörnum

Skyldulesning

Nemendur og starfsmenn Réttarholtsskóla tóku sig til í morgun og stigu taktfastan dans í takt við lagið Jerusalema. Um var að ræða samtals 400 einstaklinga en í ólíkum sóttvarnahólfum, að sjálfsögðu. 

„Í atriðinu er varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við en það er um leið heimild um ástand sem kemur vonandi ekki aftur,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Markmið gjörningsins eru:

  • Að hleypa gleði inn í umhverfi hafta og Covid-19
  • Að sýna að hægt er að skemmta sér innan sóttvarnareglna grunnskólanna
  • Að gera samtakamátt áþreyfanlegan
  • Að efla allt skólasamfélagið
  • Danskennsla
  • Aukin hreyfing
  • Að vekja athygli á sóttvörnum

Innlendar Fréttir