3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Gladbach í góðum málum eftir stór­sigur á Shak­htar

Skyldulesning

Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins.
Alex Gottschalk/Getty Images

Borussia Mönchengladbach er í góðum málum í A-riðli Meistaradeildarinnar eftir stórsigur á Shakhtar Donetsk í kvöld. Lokatölur 4-0 og sama hvernig leikur Inter Milan og Real Madrid fer er ljóst að Gladbach verða á toppi riðilsins er 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur.

Heimamenn voru mikið mun sterkari aðilinn í kvöld og kom Lars Stindl þeim yfir strax á 17. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Nico Elvedi tvöfaldaði forystu heimamanna þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik með skalla eftir eftir hornspyrnu Stindl.

það var svo Breel Embolo sem tryggði nánast sigur Gladbach er hann skoraði með síðustu snertingu fyrri hálfleiksins. Markið stórglæsilegt en sjá má mynd af markinu hér að neðan.

Staðan 3-0 í hálfleik og brekkan brött hjá gestunum frá Úkraínu. Oscar Wendt fullkomnaði svo 4-0 sigur heimamanna og kom þeim í efsta sæti A-riðils.

Gladach nú með 8 stig eftir fjóra leiki. Shakhtar er sem stendur í 2. sæti með fjögur stig en Real Madrid fer upp í annað sætið með jafntefli eða sigri gegn Inter í kvöld. Aða sama skapi getur ítalska félagið náð 2. sætinu með sigri.


Tengdar fréttir


Internazionale og Real Madrid þurfa nauðsynlega á stigum að halda úr leik sínum í Meistaradeildinni í kvöld þar sem þau færu ekki áfram í sextán liða úrslitin eins og staðan er núna í riðli þeirra.


Manchester City getur tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri á Olympiacos í Grikklandi en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni í ár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir