5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Glænýjar orrustuþotur í Keflavík

Skyldulesning

Flestir flugmannanna hafa flogið F-16-þotum áður og þurftu því aðeins …

Flestir flugmannanna hafa flogið F-16-þotum áður og þurftu því aðeins að uppfæra þjálfunina. Aðrir læra í Bandaríkjunum og hafa æft á F-35-þotunum.

mbl.is/Hari

Norski flugherinn sinnir nú loftrýmisgæslu við Íslandsstrendur fyrir Atlantshafsbandalagið. Glænýjar F-35-orrustuþotur eru notaðar við gæsluna.

Í Morgunblaðinu í dag segir Vestein Pettersen, undirofursti í norska flughernum, að loftrýmisgæsla NATO úti fyrir Íslandi sé mjög mikilvæg fyrir öryggi aðildarríkja bandalagsins. Lofthelgi Íslands er enda eins konar hlið að lofthelgi NATO í Norðvestur-Evrópu.

Norðmennirnir hafa verið á Íslandi í um þrjár vikur og einhverjir þeirra verða hér í allt að tvo mánuði. Norski flugherinn keypti þoturnar nýju af bandaríska ríkinu, en þær eru framleiddar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Þoturnar eru búnar vopnum sem aðeins má nota í sjálfsvörn eins og reglugerðir NATO gera ráð fyrir. Þoturnar eru nýttar við loftrýmisgæslu, eins og fyrr segir, en Pettersen segir að það felist aðallega í því að bera kennsl á óþekkt loftför í lofthelgi NATO. Það geta bæði verið farþegaflugvélar eða annars konar loftför, jafnvel frá ríkjum sem ekki eru í NATO.

Pettersen vildi ekki gefa upp hvað þoturnar kosta en viðurkenndi að vissulega væru þær rándýrar. Uppfylla þarf stífar kröfur til þess að fljúga þotunum og segir Pettersen að afar hæfir flugmenn séu nú hér á landi til þess að sinna loftrýmisgæslunni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir