7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Glæsilegar fyrstu tölur fyrir Framsókn

Skyldulesning

Mikill fögnuður braust út á kosningavöku Framsóknarflokksins þegar fyrstu tölur úr Suður- og Norðvesturkjördæmi komu inn.

Framsóknarflokki er nú spáð 19,6% fylgi á landsvísu, miðað við spálíkan mbl.is sem byggir á töldum atkvæðum og fyrirliggjandi skoðanakönnunum.

„Það er auðvitað frábært að fá það staðfest það sem við erum búin að hafa á tilfinningunni síðustu daga, að það sé mikill meðbyr í Suðurkjördæmi en auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar í samtali við mbl.is.

Ánægður með norðvestrið

„Þetta eru sterkar vísbendingar og ég hlakka til að fylgjast með í kvöld og nótt. […] Ég var ánægður að sjá norðvestrið koma svona sterkt inn.“

Aðspurður segir hann það ekki koma sér á óvart að Vinstri græn séu að tapa fylgi samkvæmt nýjustu tölum.

„Kannski ekki í þessum tveimur kjördæmum, ég gat alveg trúað að þeir myndu tapa þarna einhverju, það eru auðvitað nýir oddvitar í báðum kjördæmum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir