2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Glæsilegt 60. mark Jóns Daða – myndskeið

Skyldulesning

Jón Daði Böðvarsson í baráttu við Aymeric Laporte í leik …

Jón Daði Böðvarsson í baráttu við Aymeric Laporte í leik Íslands og Spánar á dögunum. AFP/Javier Soriano

Jón Daði Böðvarsson var bjargvættur Bolton í grannaslag gegn Wigan í ensku C-deildinni í knattspyrnu í gær þegar hann jafnaði með glæsilegu marki og náði um leið stórum áfanga á ferlinum.

Selfyssingurinn skoraði markið með gullfallegum skalla eftir fyrirgjöf á 83. mínútu og tryggði Bolton jafntefli, 1:1. Góð úrslit á erfiðum útivelli en Wigan er í öðru sæti og á mjög góða möguleika á að vinna sér sæti í B-deildinni á meðan Bolton siglir lygnan sjó í 11. sæti af 24 liðum og er ellefu stigum frá umspilssæti þegar sex umferðir eru eftir.

Með markinu náði Jón Daði þeim áfanga að skora sitt 60. mark í deildakeppni á ferlinum en þetta var hans 355. deildaleikur. Hann hefur skorað fjögur mörk í 15 leikjum frá því hann kom til Bolton í lok janúar en hafði áður skorað 17 mörk fyrir Selfoss, 15 fyrir Viking Stavanger, 2 fyrir Kaiserslautern, 3 fyrir Wolves, 14 fyrir Reading og 5 fyrir Millwall.

Markið má sjá í myndskeiðinu:

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir