5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Glæsimark Ara Freys dugði ekki til

Skyldulesning

Norrköping tók á móti Siriust í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikið var á heimavelli Norrköping.

Ari Freyr Skúlason, var í byrjunarliði Norrköping, Finnur Tómas Pálmason var á meðal varamanna en Ísak Bergmann var ekki í leikmannahóp Norrköping.

Ari Freyr skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Henrik Castegren. Mark Ara var einkar glæsilegt en hann hamraði boltanum í netið með bylmingsskoti fyrir utan vítateig Sirius.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 56. mínútu, þegar að Jacob Ortmark jafnaði leikinn fyrir Sirius.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. Bæði lið því með eitt stig eftir fyrstu umferðina.

Markið hans Ara í leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Skulason! Vilken kanon från islänningen! 1-0 IFK Norrköing pic.twitter.com/icjkZCt7UL

— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 11, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir