Glerharður Frank- Sjáðu sektirnar sem hann setur á undirmenn sína – DV

0
106

Frank Lampard er búinn að ganga frá því að hann stýri Chelsea fram á sumar. Ráðning hans kemur verulega á óvart.

Lampard var rekinn frá Chelsea fyrir um tveimur árum síðan en hann átti eins og flestir vita glæstan feril sem leikmaður þar.

Lampard var rekinn frá Everton fyrr á þessu ári en Chelsea er stjóralaust eftir að hafa rekið Graham Potter.

Lampard var mættur á Stamford Bridge í fyrradag en leikmönnum Chelsea var afar vel við Lampard þegar hann stýrði liðinu síðast.

Lampard er harður í horn að taka en sektirnar sem hann setur á leikmenn sína fyrir að fara ekki eftir settum reglum eru svakalegar.

Blaðið með sektum hjá Chelsea lak út þegar Lampard stýrði Chelsea síðast. Þar þurfa leikmenn að borga vel yfir 400 þúsund krónur ef þeir mæta of seint í leiki.

Sama upphæð greiðist ef menn mæta seint á æfingu. Sama sekt gildir einnig ef menn mæta of seint í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara.

Að mæta of seint út á gras á æfingu kostar leikmenn 3,5 milljón en blaðið með þessu er héra ð neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði